„Að koma við sögu þar sem áður var ekki neitt.“ |
|
Sögupersónan er rithöfundur sem er á mörkum ljóss og myrkurs
og sér svipmyndir úr lífi sínu renna hjá eins og í kvikmynd. |
|
|
„Að endingu er markmiðið að frelsa fjöldann.“ |
|
Hann tekur þátt í andófinu og gerir tilraunir með eiturlyf, þau leysa
úr læðingi ókunn öfl. |
|
|
„Við finnum nýtt tungutak og erum afsprengi bítskáldanna.“ |
|
Hann talar tungumál guðanna og gefur út torræðar, tvíeggja og
háfleygar ljóðabækur. |
|
|
„Ekki aðeins að kenna sig við kynslóð og samsvara sig kenningum hennar.“ |
|
Eftir að hafa lent í bílslysi vaknar rithöfundurinn á spítala
og heyrir raddir. |
|
|
„Hvert á takmarkið að vera með því að yrkja?“ |
|
Höfundur er þrítugur og hefur áður gefið út ljóðabækurnar
Afturgöngur, Skuggaljóð, Annó og Ígull. |
|
|
|
|