Deus

Eilífðir – Úrval ljóða 1995–2015

Eilífðir – Úrval ljóða 1995–2015
Kristian Guttesen

4.495 kr.
Árið 2015 fagnaði Kristian Guttesen 20 ára skáldaafmæli, en fyrsta bókin hans, Afturgöngur, kom út árið 1995. Af því tilefni gaf Félag ljóðaunnenda á Austurlandi út úrval ljóða skáldsins, sem skartar handfylli ljóða úr sérhverri bók af ferlinum.

Meðal fyrri bóka Kristians eru Litbrigðamygla frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu 2012. Á undanförnum árum hefur Kristian lesið upp á ljóðahátíðum, bæði hérlendis og á erlendri grundu. Haustið 2008 sótti hann heim alþjóðlegu ljóðahátíðina Ditët e Naimit í Makedóníu. Árið 2011 tók hann þátt í El Salvador International Poetry Festival í El Salvador. Helgina 17.-19. október 2014 var hann á meðal fjögurra lykilskálda á Litlu ljóðahátíðinni í Norðausturríki. Dagana 16.-18. nóvember 2014 var Kristian á meðal nítján skálda sem lásu upp á alþjóðlegu ljóðahátíðinni Kritya 2014 í Suður-Indlandi.

Kristian Guttesen hefur frá tvítugsaldri birt ljóð og sögur í tímaritum og dagblölðum á Norðurlöndum. Verk hans hafa verið þýdd á albönsku, dönsku, ensku, frönsku, malayalam, norsku og spænsku.

Skilmálar

Sjá undir http://deus.is/utgafan eða með því að smella hér
<< Back | Next >>
═slenska English
    Útgáfan
    Höfundar
    Myndir
    Myndskeið
    Bækur
    Panta